Ösku Patreks sturtað í Seljalandsá Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2017 16:00 Patrekur kvaddur hinstu kveðju með því að sturta líkamsleifum hans, öskunni, í Seljalandsá. YouTube Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira