Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami Haraldur Guðmundsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 WOW air keypti í fyrra þrjár breiðþotur af gerðinni Airbus A330. Mynd/Aðsend „Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. Að sögn Svönu er ein af þremur Airbus A330 breiðþotum WOW air mikið skemmd eftir atvikið sem varð í óveðrinu á annan í páskum. Farþegar sem áttu bókað heim á þriðjudag höfðu um miðjan dag í gær ekki enn getað innritað sig í flug en fyrirtækið þurfti að leigja aðra breiðþotu sem á að flytja flesta þeirra hingað til lands í dag. Vélin fór út seinnipartinn í gær með þá farþega sem áttu að fara til bandarísku borgarinnar á mánudag og höfðu ekki afbókað. Óánægður viðskiptavinur WOW, sem hafði samband við Fréttablaðið, hafði áhyggjur af því að hann kæmist ekki heim með vélinni í dag og kvartaði undan upplýsingagjöf flugfélagsins. „Við óskuðum eftir sjálfboðaliðum sem vildu fresta heimför og það gengur mjög vel. Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ segir Svana. Aðspurð á hversu marga farþega seinkanirnar höfðu áhrif segist Svana ekki hafa upplýsingar um það. Hún segir að ekki sé búið að leggja endanlegt mat á tjónið á breiðþotunni sem tekur 350 í sæti og bættist í flota WOW air í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vara við neyslu á Ali og Bónus-kjúklingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
„Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. Að sögn Svönu er ein af þremur Airbus A330 breiðþotum WOW air mikið skemmd eftir atvikið sem varð í óveðrinu á annan í páskum. Farþegar sem áttu bókað heim á þriðjudag höfðu um miðjan dag í gær ekki enn getað innritað sig í flug en fyrirtækið þurfti að leigja aðra breiðþotu sem á að flytja flesta þeirra hingað til lands í dag. Vélin fór út seinnipartinn í gær með þá farþega sem áttu að fara til bandarísku borgarinnar á mánudag og höfðu ekki afbókað. Óánægður viðskiptavinur WOW, sem hafði samband við Fréttablaðið, hafði áhyggjur af því að hann kæmist ekki heim með vélinni í dag og kvartaði undan upplýsingagjöf flugfélagsins. „Við óskuðum eftir sjálfboðaliðum sem vildu fresta heimför og það gengur mjög vel. Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ segir Svana. Aðspurð á hversu marga farþega seinkanirnar höfðu áhrif segist Svana ekki hafa upplýsingar um það. Hún segir að ekki sé búið að leggja endanlegt mat á tjónið á breiðþotunni sem tekur 350 í sæti og bættist í flota WOW air í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vara við neyslu á Ali og Bónus-kjúklingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent