Baðfylli af bruðli Hildur Björnsdóttir skrifar 21. apríl 2017 07:00 „Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar. Umhverfinu stafar bráð hætta af neyslumynstri mannskepnunnar. Við gerum engan greinarmun á þarfa og óþarfa. Neytum af hraða og græðgi. Nærtækt dæmi er ofneysla á fatnaði. Á unglingsárum hélt ég gjarnan utan – sótti klæði fyrir komandi vetur. Afkomu sumarsins nurlað saman. Verslanir þræddar af sjúkri ákefð. Tryggt skyldi ærlegt magn fyrir aurinn. Uppsóp ferðanna entist sjaldan veturinn. Klæðin þoldu illa þvott. Endingargildið lítið. En það skipti engu. Fatnaðurinn var svo ódýr. Bresku umhverfissamtökin WRAP telja hvert meðalheimili eiga fatnað sem samsvarar þyngd 100 gallabuxna. Við framleiðslu á fatamagni hvers heimilis þarf vatn sem fyllt gæti 1.000 baðkör. Fatnaðurinn skilur eftir sig kolefnisspor sem samsvarar meðalútblæstri bifreiðar við 10.000 km akstur. Vatnsbirgðir fara þverrandi. Alþjóðastofnanir áætla að brátt muni helmingur mannkyns búa við vatnsskort. Á sama tíma bruðlum við baðfyllum vatns í óþarfa fataframleiðslu – framleiðslu sem oft fer fram á vatnsþurrum svæðum. Samkvæmt WRAP mætti minnka skaðleg umhverfisáhrif fataframleiðslu með örlítið breyttu neyslumynstri. Fyrsta skrefið er aukin meðvitund. Kaup á færri – kannski dýrari – en endingarbetri klæðum. Minni sóun. Meiri gæði. Færri baðfyllir af bruðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
„Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar. Umhverfinu stafar bráð hætta af neyslumynstri mannskepnunnar. Við gerum engan greinarmun á þarfa og óþarfa. Neytum af hraða og græðgi. Nærtækt dæmi er ofneysla á fatnaði. Á unglingsárum hélt ég gjarnan utan – sótti klæði fyrir komandi vetur. Afkomu sumarsins nurlað saman. Verslanir þræddar af sjúkri ákefð. Tryggt skyldi ærlegt magn fyrir aurinn. Uppsóp ferðanna entist sjaldan veturinn. Klæðin þoldu illa þvott. Endingargildið lítið. En það skipti engu. Fatnaðurinn var svo ódýr. Bresku umhverfissamtökin WRAP telja hvert meðalheimili eiga fatnað sem samsvarar þyngd 100 gallabuxna. Við framleiðslu á fatamagni hvers heimilis þarf vatn sem fyllt gæti 1.000 baðkör. Fatnaðurinn skilur eftir sig kolefnisspor sem samsvarar meðalútblæstri bifreiðar við 10.000 km akstur. Vatnsbirgðir fara þverrandi. Alþjóðastofnanir áætla að brátt muni helmingur mannkyns búa við vatnsskort. Á sama tíma bruðlum við baðfyllum vatns í óþarfa fataframleiðslu – framleiðslu sem oft fer fram á vatnsþurrum svæðum. Samkvæmt WRAP mætti minnka skaðleg umhverfisáhrif fataframleiðslu með örlítið breyttu neyslumynstri. Fyrsta skrefið er aukin meðvitund. Kaup á færri – kannski dýrari – en endingarbetri klæðum. Minni sóun. Meiri gæði. Færri baðfyllir af bruðli.