Ekki trufla mig Þórlindur Kjartansson skrifar 21. apríl 2017 07:00 Móðurafi minn kom gjarnan í heimsókn til okkar um jól og stórhátíðir þegar ég var að alast upp. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þótt hann hafi aldrei lagt sig sérstaklega fram um að vera með einhver skemmtiatriði. Það þurfti ekki. Það var bara, á einhvern ólýsanlegan en mjög áþreifanlegan hátt, gott að hafa hann nálægt sér. Eitt af því sem mér fannst aðdáunarverðast við afa var að fylgjast með honum tefla við skáktölvuna inni í stofu, sem hann gerði öðru hverju. Ég hef ekki hugmynd um hversu flinkur hann var að tefla en það sem stendur upp úr var hin óhagganlega einbeiting sem hann hafði á meðan á skákinni stóð. Það var alveg sama hvað maður reyndi, hann sýndi aldrei minnstu merki þess að hann tæki eftir nokkru utanaðkomandi áreiti. Mér var sagt að hann gæti náð svo mikilli einbeitingu að hann hreinlega heyrði ekki það sem var að gerast í kringum hann; og tilraunir mínar til þess að fanga athygli hans báru aldrei minnsta árangur. Fljótlega varð ég því alveg sáttur við þá reglu að reyna aldrei að trufla afa þegar hann var niðursokkinn í sínar eigin hugsanir. Líklegast er okkur flestum gefinn hæfileikinn til þess að ná djúpri einbeitingu. Maður sér það að minnsta kosti oft á börnum að þau verða svo niðursokkin í leik að þau taka ekki eftir umhverfinu, fyrr en foreldrarnir hlaupa til með brambolti og heimta að fá að taka mynd af því hvað barnið er „duglegt að leika sér“. Þá er líka einbeiting barnsins rofin, leikurinn ónýtur og barnið bullandi ósátt og eirðarlaust á ný.Einbeiting liggur undir skemmdum Því miður liggur þessi hæfileiki til einbeitingar undir skemmdum hjá okkur flestum þegar við eldumst og líklega aldrei meira en nú. Ótalmargir samverkandi þættir stuðla nánast markvisst að niðurbroti þessa eiginleika, sem þó er okkur svo dýrmætur. Það er ekki nóg með að nánast allir gangi með símtæki á sér alla daga, heldur eru flestir vinnustaðir skipulagðir þannig að fólk situr í opnum rýmum og fyrir framan síblikkandi tölvuskjái og með stöðugan skarkala, ys og læti í kringum sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Snapchat senda látlausar tilkynningar í símann og flest okkar eiga í mesta basli við að standast allar þær stafrænu freistingar sem herja á takmarkaða athyglisgáfu okkar. Og þetta er ekki okkur að kenna því forritin eru beinlínis hönnuð til þess að tortíma einbeitingu okkar með stöðugum truflunum. Þetta er vegna þess að velgengni þessara samfélagsmiðla og smáforrita er ekki mæld út frá því hversu mikla ánægju eða gagn við höfum af notkun þeirra—heldur út frá því hversu löngum tíma við eyðum í að nota þau. Öfugt við gagnlegar uppfinningar sem eru hannaðar til þess að spara tíma, þá eru þessi forrit beinlínis gerð til þess að sóa tíma okkar. Og það tekst þeim sannarlega, því snjallsímaeigendur stara á skjáina sína að jafnaði þrjár klukkustundir á dag og meðalnotandi Facebook hangir þar inni í um 50 mínútur á hverjum degi. Við þetta er erfitt að ráða. Vísindamenn hafa komist að því að þegar síminn okkar tístir með tilkynningu um eitthvert nýnæmi þá kvíslast um heilann í okkur rafeindir sem kitla sömu sælustöðvar og þegar við finnum til líkamlegs unaðar—eins og þegar við borðum góðan mat, drekkum góð vín—og þegar við njótum osta eða ásta. Ekki bara lúxusvandi Á síðustu árum og áratugum hafa þessar stöðugu árásir á einbeitingarhæfni fólks gert það að verkum að nú til dags er nánast engin virðing borin fyrir því að vilja ekki láta trufla sig. Nú þykir það í raun sjálfsagt að trufla einhvern sem er niðursokkinn í sínar eigin hugsanir, en argasti dónaskapur að heimta frið og biðja um að vera ekki truflaður. Þetta er mikil öfugþróun, því skortur á kyrrð, þögn og einbeitingu er svo sannarlega ekki lúxusvandamál—heldur raunverulegt vandamál sem getur haft miklar afleiðingar. Í fyrsta lagi má kalla augljóst að rekja megi ýmis geðræn vandamál til þess að fólk býr í dag við stöðugt áreiti. Faraldur athyglisbrests á Vesturlöndum hlýtur til að mynda að tengjast því að fólk missir hæfileikann til þess að einbeita sér vegna þess að það er alltaf svo stutt í utanaðkomandi eða sjálfskapaða truflun. Í öðru lagi þá dregur sífellt áreiti úr hamingju. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að fólk er einna hamingjusamast þegar það er djúpt sokkið í verkefni; hvort sem verkefnið sjálft er í eðli sínu skemmtilegt eða leiðinlegt. Allt er hægt að gera leiðinlegt ef maður hefur ekki hugann við það; og það má finna gleði í jafnvel einhæfustu verkefnum ef maður einbeitir sér að þeim. Í þriðja lagi grefur hinn stöðugi skarkali undan þolinmæði fólks til þess að skilja til botns flókna og erfiða hluti. Þetta bitnar áreiðanlega á opinberri umræðu og gerir hana þunna og yfirborðskennda. Þetta er auðvitað ekki nýtt vandamál—en hefur örugglega náð nýjum hæðum á allra síðustu árum þegar hugsuðir og stjórnmálaleiðtogar neyðast til þess að móta afstöðu sína í flóknum málum þannig að hún passi innan 140 bókstafa hámarks Twitter-færslu. Vitrari og hamingjusamari Þótt ég efist ekki um að afi minn hafi haft ágætan innbyggðan hæfileika til einbeitingar þá finnst mér ósennilegt að hann hefði átt eins auðvelt með að skrúfa fyrir allt utanaðkomandi áreiti ef hann hefði fæðst árið 1987 en ekki árið 1907. Og ég efast um að nærvera hans hefði verið svo friðsæl og yfirveguð ef hann hefði haft snjallsíma í vasanum og heimtað að fá að setja inn myndir af barnabörnunum á Snapchat um leið og hann keyrði út úr Herjólfi á leiðinni í jólafríið. Ég er líka sannfærður um að það hefði ekki gert afa minn vitrari eða hamingjusamari að vera sítengdur við samfélagsmiðla og sítruflaður af símtækinu. Og af hverju ætti þá annað að gilda um okkur nútímafólkið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Móðurafi minn kom gjarnan í heimsókn til okkar um jól og stórhátíðir þegar ég var að alast upp. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þótt hann hafi aldrei lagt sig sérstaklega fram um að vera með einhver skemmtiatriði. Það þurfti ekki. Það var bara, á einhvern ólýsanlegan en mjög áþreifanlegan hátt, gott að hafa hann nálægt sér. Eitt af því sem mér fannst aðdáunarverðast við afa var að fylgjast með honum tefla við skáktölvuna inni í stofu, sem hann gerði öðru hverju. Ég hef ekki hugmynd um hversu flinkur hann var að tefla en það sem stendur upp úr var hin óhagganlega einbeiting sem hann hafði á meðan á skákinni stóð. Það var alveg sama hvað maður reyndi, hann sýndi aldrei minnstu merki þess að hann tæki eftir nokkru utanaðkomandi áreiti. Mér var sagt að hann gæti náð svo mikilli einbeitingu að hann hreinlega heyrði ekki það sem var að gerast í kringum hann; og tilraunir mínar til þess að fanga athygli hans báru aldrei minnsta árangur. Fljótlega varð ég því alveg sáttur við þá reglu að reyna aldrei að trufla afa þegar hann var niðursokkinn í sínar eigin hugsanir. Líklegast er okkur flestum gefinn hæfileikinn til þess að ná djúpri einbeitingu. Maður sér það að minnsta kosti oft á börnum að þau verða svo niðursokkin í leik að þau taka ekki eftir umhverfinu, fyrr en foreldrarnir hlaupa til með brambolti og heimta að fá að taka mynd af því hvað barnið er „duglegt að leika sér“. Þá er líka einbeiting barnsins rofin, leikurinn ónýtur og barnið bullandi ósátt og eirðarlaust á ný.Einbeiting liggur undir skemmdum Því miður liggur þessi hæfileiki til einbeitingar undir skemmdum hjá okkur flestum þegar við eldumst og líklega aldrei meira en nú. Ótalmargir samverkandi þættir stuðla nánast markvisst að niðurbroti þessa eiginleika, sem þó er okkur svo dýrmætur. Það er ekki nóg með að nánast allir gangi með símtæki á sér alla daga, heldur eru flestir vinnustaðir skipulagðir þannig að fólk situr í opnum rýmum og fyrir framan síblikkandi tölvuskjái og með stöðugan skarkala, ys og læti í kringum sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Snapchat senda látlausar tilkynningar í símann og flest okkar eiga í mesta basli við að standast allar þær stafrænu freistingar sem herja á takmarkaða athyglisgáfu okkar. Og þetta er ekki okkur að kenna því forritin eru beinlínis hönnuð til þess að tortíma einbeitingu okkar með stöðugum truflunum. Þetta er vegna þess að velgengni þessara samfélagsmiðla og smáforrita er ekki mæld út frá því hversu mikla ánægju eða gagn við höfum af notkun þeirra—heldur út frá því hversu löngum tíma við eyðum í að nota þau. Öfugt við gagnlegar uppfinningar sem eru hannaðar til þess að spara tíma, þá eru þessi forrit beinlínis gerð til þess að sóa tíma okkar. Og það tekst þeim sannarlega, því snjallsímaeigendur stara á skjáina sína að jafnaði þrjár klukkustundir á dag og meðalnotandi Facebook hangir þar inni í um 50 mínútur á hverjum degi. Við þetta er erfitt að ráða. Vísindamenn hafa komist að því að þegar síminn okkar tístir með tilkynningu um eitthvert nýnæmi þá kvíslast um heilann í okkur rafeindir sem kitla sömu sælustöðvar og þegar við finnum til líkamlegs unaðar—eins og þegar við borðum góðan mat, drekkum góð vín—og þegar við njótum osta eða ásta. Ekki bara lúxusvandi Á síðustu árum og áratugum hafa þessar stöðugu árásir á einbeitingarhæfni fólks gert það að verkum að nú til dags er nánast engin virðing borin fyrir því að vilja ekki láta trufla sig. Nú þykir það í raun sjálfsagt að trufla einhvern sem er niðursokkinn í sínar eigin hugsanir, en argasti dónaskapur að heimta frið og biðja um að vera ekki truflaður. Þetta er mikil öfugþróun, því skortur á kyrrð, þögn og einbeitingu er svo sannarlega ekki lúxusvandamál—heldur raunverulegt vandamál sem getur haft miklar afleiðingar. Í fyrsta lagi má kalla augljóst að rekja megi ýmis geðræn vandamál til þess að fólk býr í dag við stöðugt áreiti. Faraldur athyglisbrests á Vesturlöndum hlýtur til að mynda að tengjast því að fólk missir hæfileikann til þess að einbeita sér vegna þess að það er alltaf svo stutt í utanaðkomandi eða sjálfskapaða truflun. Í öðru lagi þá dregur sífellt áreiti úr hamingju. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að fólk er einna hamingjusamast þegar það er djúpt sokkið í verkefni; hvort sem verkefnið sjálft er í eðli sínu skemmtilegt eða leiðinlegt. Allt er hægt að gera leiðinlegt ef maður hefur ekki hugann við það; og það má finna gleði í jafnvel einhæfustu verkefnum ef maður einbeitir sér að þeim. Í þriðja lagi grefur hinn stöðugi skarkali undan þolinmæði fólks til þess að skilja til botns flókna og erfiða hluti. Þetta bitnar áreiðanlega á opinberri umræðu og gerir hana þunna og yfirborðskennda. Þetta er auðvitað ekki nýtt vandamál—en hefur örugglega náð nýjum hæðum á allra síðustu árum þegar hugsuðir og stjórnmálaleiðtogar neyðast til þess að móta afstöðu sína í flóknum málum þannig að hún passi innan 140 bókstafa hámarks Twitter-færslu. Vitrari og hamingjusamari Þótt ég efist ekki um að afi minn hafi haft ágætan innbyggðan hæfileika til einbeitingar þá finnst mér ósennilegt að hann hefði átt eins auðvelt með að skrúfa fyrir allt utanaðkomandi áreiti ef hann hefði fæðst árið 1987 en ekki árið 1907. Og ég efast um að nærvera hans hefði verið svo friðsæl og yfirveguð ef hann hefði haft snjallsíma í vasanum og heimtað að fá að setja inn myndir af barnabörnunum á Snapchat um leið og hann keyrði út úr Herjólfi á leiðinni í jólafríið. Ég er líka sannfærður um að það hefði ekki gert afa minn vitrari eða hamingjusamari að vera sítengdur við samfélagsmiðla og sítruflaður af símtækinu. Og af hverju ætti þá annað að gilda um okkur nútímafólkið?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun