„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2017 10:51 Ásta Guðrún, sem átti bókað flug heim í gær ásamt fjölskyldu sinni, segir vinnubrögðin hafa verið til háborinnar skammar. Vísir Um tuttugu farþegar sem fara áttu með flugi WOW Air frá Miami til Íslands í gærkvöldi komust ekki með. 529 manns fylltu breiðþotu sem WOW leigði í vikunni frá Wamos Air þar sem ein af þremur breiðþotum flugfélagsins skemmdist í óveðrinu á mánudaginn. Upplýsingafulltrúi WOW segir farþegana munu komast heim með flugi frá Boston sem lendir á fimmta tímanum aðfaranótt laugadags. Einn þeirra farþega sem eftir varð í Miami í gær er Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir sem verið hefur í Miami með manni sínum og barni undanfarna tíu daga. Hún segir upplifun sína af gangi mála á flugvellinum í gærkvöldi hafa verið hrikalega. „Vinnubrögðin voru til háborinnar skammar,“ segir Ásta Guðrún sem átti bókað far heim með fluginu í gær ásamt fjölskyldu sinni. „Við sem vorum stillt vorum skilin eftir. Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim.“ Þau hafi ásamt fleirum beðið rólega og ekki verið með neinn yfirgang. Sumir hafi kastað vegabréfum sínum til fólksins í innrituninni og fengið að fara með. Með óbragð í munni Breiðþotan sem WOW leigði átti að flytja farþega tveggja áætlunarfluga félagsins heim í gær. Bæði þess sem ekkert varð af á þriðjudaginn og svo þess sem átti að fara frá Miami í gær samkvæmt áætlun. Óskað hafði verið eftir því við farþega að þeir yrðu lengur á Miami og sagði Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, við Fréttablaðið í gærmorgun að margir hefðu boðið sig fram. Þó fór það svo að ekki komust allir með heim í gær. Athygli vekur að Ásta Guðrún og fjölskylda hafi ekki komist með heim í gær þar sem þau áttu bókað flug í gær. Hún segir það sama gilda um hina sem urðu eftir á flugvellinum með sárt ennið. Almennt gildir þegar kemur að frestun fluga að þeir sem eiga bókað flug þann daginn hafa forgang á þá sem vilja komast með vegna frestunar á öðrum flugum. „Maður er með óbragð í munninum að hafa ekki verið með frekju sem maður heldur að komi manni ekkert áfram. En nú er nóg komið. Ég vil svör og krefst þess að eitthvað verði gert.“Fljúga heim frá Boston í kvöld Ásta segir sig og fjölskyldu sína hafa verið mætta á flugvöllinn í Miami í gær um fjórum tímum fyrir brottför. Þá hafi margir farþegar sem áttu flug á þriðjudaginn þegar verið mættir og búið að tékka þá inn. Svo virðist sem enginn greinarmunur hafi verið gerður á þeim farþegum sem áttu flug á þriðjudaginn og í gær. „Þetta er klúður en maður er ósáttastur með að fá takmarkaðar upplýsingar,“ segir Ásta. Fjölskyldan er á Holiday Inn hótelinu á flugvellinum en þeim hafi verið sagt í gærkvöldi að þau myndu fá flug með öðru flugfélagi til Boston í dag og þaðan flug heim með WOW. Ásta og hinir farþegarnir hafa skoðað bókunarmöguleika í flug WOW heim frá Boston í dag en svo virðist sem uppselt sé í flugið. Upplýsingafulltrúi WOW segir að það sé einfaldlega vegna þess að búið sé að taka frá sæti í vélinni fyrir farþegana tuttugu.Lítil enskukunnátta starfsfólks Ástu sárnar sem fyrr segir mest takmörkuð upplýsingagjöf. Starfsmenn á flugvellinum í gær hafi varla verið talandi á ensku, verið með útprentaða nafnalista og svo þurft að fá vegabréf frá farþegunum sem eftir urðu til að skrá nöfn þeirra sem komust ekki með. Þær upplýsingar hafi svo verið sendar í faxi til WOW Air. „Við lifum á 21. öldinni. Það ætti að vera skýrt í tölvukerfinu hvaða farþegar fóru ekki um borð,“ segir Ásta. Hún hafi verið í sambandi við þjónustufulltrúa hjá WOW Air í morgun sem hafi verið allur af vilja gerður en lítið getað gert fyrir fjölskylduna.Breiðþotan komin úr viðgerð Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í samtali við Vísi í morgun að alla farþegana sem komust ekki heim á þriðjudaginn hafa komist með fluginu í gærkvöldi. Eftir standi tuttugu farþegar sem eigi bókað flug með vél WOW frá Boston í kvöld. Það séu síðustu sætin í vélinni sem hafi verið tekin frá fyrir farþegana tuttugu. „Það var reynt að leysa málin við mjög erfiðar aðstæður,“ segir Svana. Þau tíðindi eru af breiðþotu WOW sem varð fyrir skemmdum á mánudaginn að hún hefur verið yfirfarin og reiknað er með að hún fari í áætlunarflug síðar í dag. Ameríkuflug WOW Air ættu því að vera komin á rétt ról á ný frá og með deginum í dag. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Um tuttugu farþegar sem fara áttu með flugi WOW Air frá Miami til Íslands í gærkvöldi komust ekki með. 529 manns fylltu breiðþotu sem WOW leigði í vikunni frá Wamos Air þar sem ein af þremur breiðþotum flugfélagsins skemmdist í óveðrinu á mánudaginn. Upplýsingafulltrúi WOW segir farþegana munu komast heim með flugi frá Boston sem lendir á fimmta tímanum aðfaranótt laugadags. Einn þeirra farþega sem eftir varð í Miami í gær er Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir sem verið hefur í Miami með manni sínum og barni undanfarna tíu daga. Hún segir upplifun sína af gangi mála á flugvellinum í gærkvöldi hafa verið hrikalega. „Vinnubrögðin voru til háborinnar skammar,“ segir Ásta Guðrún sem átti bókað far heim með fluginu í gær ásamt fjölskyldu sinni. „Við sem vorum stillt vorum skilin eftir. Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim.“ Þau hafi ásamt fleirum beðið rólega og ekki verið með neinn yfirgang. Sumir hafi kastað vegabréfum sínum til fólksins í innrituninni og fengið að fara með. Með óbragð í munni Breiðþotan sem WOW leigði átti að flytja farþega tveggja áætlunarfluga félagsins heim í gær. Bæði þess sem ekkert varð af á þriðjudaginn og svo þess sem átti að fara frá Miami í gær samkvæmt áætlun. Óskað hafði verið eftir því við farþega að þeir yrðu lengur á Miami og sagði Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, við Fréttablaðið í gærmorgun að margir hefðu boðið sig fram. Þó fór það svo að ekki komust allir með heim í gær. Athygli vekur að Ásta Guðrún og fjölskylda hafi ekki komist með heim í gær þar sem þau áttu bókað flug í gær. Hún segir það sama gilda um hina sem urðu eftir á flugvellinum með sárt ennið. Almennt gildir þegar kemur að frestun fluga að þeir sem eiga bókað flug þann daginn hafa forgang á þá sem vilja komast með vegna frestunar á öðrum flugum. „Maður er með óbragð í munninum að hafa ekki verið með frekju sem maður heldur að komi manni ekkert áfram. En nú er nóg komið. Ég vil svör og krefst þess að eitthvað verði gert.“Fljúga heim frá Boston í kvöld Ásta segir sig og fjölskyldu sína hafa verið mætta á flugvöllinn í Miami í gær um fjórum tímum fyrir brottför. Þá hafi margir farþegar sem áttu flug á þriðjudaginn þegar verið mættir og búið að tékka þá inn. Svo virðist sem enginn greinarmunur hafi verið gerður á þeim farþegum sem áttu flug á þriðjudaginn og í gær. „Þetta er klúður en maður er ósáttastur með að fá takmarkaðar upplýsingar,“ segir Ásta. Fjölskyldan er á Holiday Inn hótelinu á flugvellinum en þeim hafi verið sagt í gærkvöldi að þau myndu fá flug með öðru flugfélagi til Boston í dag og þaðan flug heim með WOW. Ásta og hinir farþegarnir hafa skoðað bókunarmöguleika í flug WOW heim frá Boston í dag en svo virðist sem uppselt sé í flugið. Upplýsingafulltrúi WOW segir að það sé einfaldlega vegna þess að búið sé að taka frá sæti í vélinni fyrir farþegana tuttugu.Lítil enskukunnátta starfsfólks Ástu sárnar sem fyrr segir mest takmörkuð upplýsingagjöf. Starfsmenn á flugvellinum í gær hafi varla verið talandi á ensku, verið með útprentaða nafnalista og svo þurft að fá vegabréf frá farþegunum sem eftir urðu til að skrá nöfn þeirra sem komust ekki með. Þær upplýsingar hafi svo verið sendar í faxi til WOW Air. „Við lifum á 21. öldinni. Það ætti að vera skýrt í tölvukerfinu hvaða farþegar fóru ekki um borð,“ segir Ásta. Hún hafi verið í sambandi við þjónustufulltrúa hjá WOW Air í morgun sem hafi verið allur af vilja gerður en lítið getað gert fyrir fjölskylduna.Breiðþotan komin úr viðgerð Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í samtali við Vísi í morgun að alla farþegana sem komust ekki heim á þriðjudaginn hafa komist með fluginu í gærkvöldi. Eftir standi tuttugu farþegar sem eigi bókað flug með vél WOW frá Boston í kvöld. Það séu síðustu sætin í vélinni sem hafi verið tekin frá fyrir farþegana tuttugu. „Það var reynt að leysa málin við mjög erfiðar aðstæður,“ segir Svana. Þau tíðindi eru af breiðþotu WOW sem varð fyrir skemmdum á mánudaginn að hún hefur verið yfirfarin og reiknað er með að hún fari í áætlunarflug síðar í dag. Ameríkuflug WOW Air ættu því að vera komin á rétt ról á ný frá og með deginum í dag.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00