Þjóðgarðsvörður: Ekki til skoðunar að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 14:15 Ferðamenn við Þingvallabæinn. vísir/eyþór Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30
Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30