Botn sleginn í Brexit? Stjórnarmaðurinn skrifar 23. apríl 2017 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum.
Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira