Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. vísir/eyþór „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent