Veðurstofa Íslands varar við stormi austan til á landinu annað kvöld. Honum mun fylgja hríð og lélegt skyggni. Í dag verður svalt og víða smá él. Vindur verður hins vegar yfirleitt hægur, en bæta mun í hann í nótt. Á morgun verður ákveðin norðanátt með éljum.
Hins vegar verður lengst af þurrt og bjart sunnan- og suðvestantil.
„Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum alveg strax,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Á mánudaginn dregur úr vindi og styttir upp. Eftir það má búast við suðlægari vindum og hægt hlýnandi veðri.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Minnkandi norðvestanátt, 3-10 m/s síðdegis en 15-23 SA-til í fyrstu. Él á NA-verðu landinu fram eftir degi, annars léttskýjað. Frost víða 0 til 5 stig, en víða frostlaust S-lands og við V-ströndina yfir hádaginn.
Á þriðjudag:
Vestan 5-13 m/s. Bjartviðri A-lands, annars skýjað en yfirleitt þurrt. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og smáskúrir eða slydduél S- og V-lands, en víða léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast NA-til.
Á föstudag:
Austanátt og rigning, en úrkomulítið N- og V-lands.
„Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum alveg strax“
Samúel Karl Ólason skrifar
