Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:30 Geir ætlar að vera við öllu búinn í Skopje. vísir/ernir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira