Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:30 Geir ætlar að vera við öllu búinn í Skopje. vísir/ernir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira