Nýtt tímabil í Pepsi-deild karla hefst á sunnudag en upphitunarþáttur Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport verður í opinni dagskrá á föstudagskvöld.
Hörður Magnússon stýrir þættinum en honum til halds og trausts eru Hjörvar Hafliðason, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Logi Ólafsson.
Þeir fara á kostum í nýrri auglýsingu sem var gerð í tilefni af nýju tímabili en hana má sjá í meðfylgjandi spilara.
Þetta er fyrsta auglýsingin sem Auðunn Blöndal bæði skrifar handritið að og leikstýrir. Sjón er sögu ríkari.
Naktir Víkingar, FH-ingar á B5 og brandarabók Loga | Sjáðu nýja auglýsingu fyrir Pepsi-mörkin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti