Deilt um fríverslunarsamning við blóðuga stjórn Duterte Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 19:00 Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond. Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond.
Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira