Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 10:59 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild.
Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51