Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 11:02 „Þvílíkt útsýni,“ var skrifað á Facebook-síðu Jamie Oliver þar sem birt var mynd af sjókví í Arnarfirði í vikunni. Fékk kokkurinn bágt fyrir frá mörgum sem eru á móti laxeldi. Facebook Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira