Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 16:00 Óttarr Proppé og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“ Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00