Hvalir gefa meira en þeir taka Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Hvalasérfræðingarnir Joe Roman og Gísli Víkingsson eru meðal fyrirlesara á málþingi í Öskju í dag, Hlutverk hvala í lífríkinu er fundarefnið. vísir/stefán Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira