Dómari hrósaði fíkniefnasala fyrir frábært viðskiptamódel Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2017 13:05 Ef þú myndir afla þér frekari þekkingar þá gæti i raun ræst úr þér. Láttu því vinsamlegast ekki sjá þig aftur í dómsal, sagði dómarinn við piltinn. Vísir/Getty Hinn tvítugi Brodie Gary Satterley var dæmdur til þriggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot í Ástralíu í vikunni. Ástæðan fyrir því að mál hans rataði í heimsfréttirnar er sú að dómarinn sem dæmdi í málinu hrósaði piltinum fyrir viðskiptamódelið sem hann studdist við.Satterley er frá Marroochydore en mál hans fór fyrir hæstarétt í Brisbane. Satterley var átján ára þegar hann hóf að selja fíkniefni. Ef hann lánaði viðskiptavinum sínum fyrir fíkniefnum setti hann vexti á lánið, var með verðskrá yfir vörur sínar, gaf afslætti og endurgreiddi vörur ef viðskiptavinir hans voru óánægðir með þær. Hann auglýsti einnig að hann væri með hágæða vörur, bað um álit viðskiptavina og hélt meira að segja fundi þar sem viðskiptaáætlun var mótuð. Dómarinn Ann Lyons sagði við Satterley: „Þetta var augljóslega ekki besti reksturinn, en þetta var gott rekstrarmódel. Þú gætir vafalaust staðið þig vel í rekstri því þú ert greinilega mjög gáfaður. Ef þú myndir afla þér frekari þekkingar þá gæti i raun ræst úr þér. Láttu því vinsamlegast ekki sjá þig aftur í dómsal.“Satterley var handtekinn í júní árið 2015 en lögreglan kom að honum undir áhrifum í kyrrstæðum bíl. Í bílnum fundu lögreglumenn fíkniefni og komust að því að hann væri fíkniefnasali. Ástæðan fyrir því að dómarinn ákvað að senda hann ekki í fangelsi er að Satterley átti ekki önnur brot að baki. Þá minntist dómarinn einnig á að pilturinn væri ákveðinn í að koma lífi sínu á rétta braut og nefndi að Satterley hefði alist upp við afar erfiðar aðstæður. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Hinn tvítugi Brodie Gary Satterley var dæmdur til þriggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot í Ástralíu í vikunni. Ástæðan fyrir því að mál hans rataði í heimsfréttirnar er sú að dómarinn sem dæmdi í málinu hrósaði piltinum fyrir viðskiptamódelið sem hann studdist við.Satterley er frá Marroochydore en mál hans fór fyrir hæstarétt í Brisbane. Satterley var átján ára þegar hann hóf að selja fíkniefni. Ef hann lánaði viðskiptavinum sínum fyrir fíkniefnum setti hann vexti á lánið, var með verðskrá yfir vörur sínar, gaf afslætti og endurgreiddi vörur ef viðskiptavinir hans voru óánægðir með þær. Hann auglýsti einnig að hann væri með hágæða vörur, bað um álit viðskiptavina og hélt meira að segja fundi þar sem viðskiptaáætlun var mótuð. Dómarinn Ann Lyons sagði við Satterley: „Þetta var augljóslega ekki besti reksturinn, en þetta var gott rekstrarmódel. Þú gætir vafalaust staðið þig vel í rekstri því þú ert greinilega mjög gáfaður. Ef þú myndir afla þér frekari þekkingar þá gæti i raun ræst úr þér. Láttu því vinsamlegast ekki sjá þig aftur í dómsal.“Satterley var handtekinn í júní árið 2015 en lögreglan kom að honum undir áhrifum í kyrrstæðum bíl. Í bílnum fundu lögreglumenn fíkniefni og komust að því að hann væri fíkniefnasali. Ástæðan fyrir því að dómarinn ákvað að senda hann ekki í fangelsi er að Satterley átti ekki önnur brot að baki. Þá minntist dómarinn einnig á að pilturinn væri ákveðinn í að koma lífi sínu á rétta braut og nefndi að Satterley hefði alist upp við afar erfiðar aðstæður.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira