Uppsafnaður fjárskortur á innanlandsflugvöllum víða um landið 28. apríl 2017 07:00 Með 200 milljón króna fjárveitingu er tryggt að rekstur flugvalla, eins og Ísafjarðarflugvöllur sem hér sést, verði óbreyttur. vísir/pjetur Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira