Fyrrverandi landsliðsmaður lætur ríkisstjórnina heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 12:16 Ívar Ingimarsson er ekki ánægður með ríkisstjórnina. Vísir „Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
„Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira