Umfjöllun: ÍBV - Fjölnir 0-0 | Tíu Eyjamenn héldu hreinu gegn Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2017 16:00 Pablo Punyed þarf að spila betur en í fyrra. vísir/eyþór Ekkert mark var skorað þegar ÍBV og Fjölnir áttust við á Hásteinsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Hafsteinn Briem fékk að líta rauða spjaldið strax á fimmtándu mínútu þegar hann togaði Marcus Solberg niður, þegar hann var við það að sleppa í gegn. Fjölnismenn voru miklu meira með boltann og sóttu stíft. En Derby Carillo í marki ÍBV og vörn Eyjamanna sá til þess að Fjölnismenn fóru aðeins með eitt stig aftur í höfuðborgina. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur og Eyjamenn lentu ekki í teljandi vandræðum með að verjast sóknum gestanna. Birnir Snær Ingason og síðar Ægir Jarl Jónasson komu inn með ágætiskraft í sóknarleik Fjölnis í síðari hálfleik en án þess þó að búa sér til stórhættu við mark ÍBV. Eyjamönnum ber að hrósa fyrir varnarleikinn en eftir að þeir misstu mann af velli með rautt spjald var dagsskipunin einföld - að spila eins þétta vörn og mögulegt er. Sem gekk upp.Af hverju varð jafntefli? Fjölnismenn sóttu mikið í leiknum en fóru illa að ráði sínu í rigningunni í Eyjum. Varnarmenn ÍBV vörðust ágætlega og Derby stóð vaktina vel í markinu en engu að síður áttu sóknarmenn Fjölnis að gera miklu betur í dag. Þeir virtust einfaldlega ekki í sambandi í þetta skipti. Leikplan ÍBV var að halda aftur af Fjölnismönnum, manni færri, eins og eðlilegt er. Eyjamenn fengu eitt álitlegt færi í seinni hálfleik sem þeir nýttu ekki, er Arnór Gauti lét Þórð Ingason verja frá sér með skoti utan teigs. En þess fyrir utan var nánast ekkert að frétta af sóknarleik ÍBV.Þessir stóðu upp úr Derby átti fínan leik í markinu og Avni Pepa var fínn í vörninni, eins og hann þurfti að vera eftir að Hafsteinn fór af velli. Hann var í raun margra manna maki í vörn ÍBV. Pablo Punyed gerði það sem hann gat á miðjunni en það var við ramman reip að draga. Byrjunarlið Fjölnis átti ekkert sérstakan leik. En þeir Birnir Snær og Ægir Jarl áttu fínar innkomu, þó svo að mörkin hafi ekki komið. Þeir hleyptu þá smá lífi í leikinn og Ægir Jarl átti fínt skot undir lokin sem Derby varði vel.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk mjög illa í leiknum. Þeir fengu fín færi til að klára þennan leik en allt kom fyrir ekki. Þórður, Solberg og Ingimundur Níels þurfa að gera miklu betur í svona leik ætli Fjölnir sér að gera eitthvað í sumar og bæta sinn besta árangur í deildinni.Hvað gerist næst? Fjölnismenn mæta sterku liði Breiðabliks á heimavelli mánudagskvöldið 8. maí en Eyjamenn fara í Garðabæinn. Bæði lið þurfa að spila betur en í kvöld til að fá eitthvað úr þeim leikjum.Einkunnir leikmannaÍBV (4-3-3): Derby Carrilloberduo 7 - Jónas Tór Næs 6, Hafsteinn Briem -, Avni Pepa 7 (maður leiksins), Felix Örn Felixsson 6 - Andri Ólafsson 4 (62. Matt Garner 5), Sindri Snær Magnússon 5, Pablo Punyed 6 - Kaj Leó í Bartalsstovu 5, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 (72. Alvaro Montejo -), Arnór Gauti Ragnarsson 4 (86. Atli Arnarsson -).Fjölnir (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Sigurjón Már Markússon 5, Hans Viktor Guðmundsson 6, Ivica Dozlan 6, Mario Tadejevic 5 - Igor Taskovic 5 (46. Birnir Snær Ingason 6), Igor Jugovic 6, Gunnar Már Guðmundsson 5 (72. Ægir Jarl Jónasson -) - Ingimundur Níels Óskarsson 5 (72. Bojan Stefán Ljubicic -), Marcus Solberg 4, Þórir Guðjónsson 4. Pepsi Max-deild karla
Ekkert mark var skorað þegar ÍBV og Fjölnir áttust við á Hásteinsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Hafsteinn Briem fékk að líta rauða spjaldið strax á fimmtándu mínútu þegar hann togaði Marcus Solberg niður, þegar hann var við það að sleppa í gegn. Fjölnismenn voru miklu meira með boltann og sóttu stíft. En Derby Carillo í marki ÍBV og vörn Eyjamanna sá til þess að Fjölnismenn fóru aðeins með eitt stig aftur í höfuðborgina. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur og Eyjamenn lentu ekki í teljandi vandræðum með að verjast sóknum gestanna. Birnir Snær Ingason og síðar Ægir Jarl Jónasson komu inn með ágætiskraft í sóknarleik Fjölnis í síðari hálfleik en án þess þó að búa sér til stórhættu við mark ÍBV. Eyjamönnum ber að hrósa fyrir varnarleikinn en eftir að þeir misstu mann af velli með rautt spjald var dagsskipunin einföld - að spila eins þétta vörn og mögulegt er. Sem gekk upp.Af hverju varð jafntefli? Fjölnismenn sóttu mikið í leiknum en fóru illa að ráði sínu í rigningunni í Eyjum. Varnarmenn ÍBV vörðust ágætlega og Derby stóð vaktina vel í markinu en engu að síður áttu sóknarmenn Fjölnis að gera miklu betur í dag. Þeir virtust einfaldlega ekki í sambandi í þetta skipti. Leikplan ÍBV var að halda aftur af Fjölnismönnum, manni færri, eins og eðlilegt er. Eyjamenn fengu eitt álitlegt færi í seinni hálfleik sem þeir nýttu ekki, er Arnór Gauti lét Þórð Ingason verja frá sér með skoti utan teigs. En þess fyrir utan var nánast ekkert að frétta af sóknarleik ÍBV.Þessir stóðu upp úr Derby átti fínan leik í markinu og Avni Pepa var fínn í vörninni, eins og hann þurfti að vera eftir að Hafsteinn fór af velli. Hann var í raun margra manna maki í vörn ÍBV. Pablo Punyed gerði það sem hann gat á miðjunni en það var við ramman reip að draga. Byrjunarlið Fjölnis átti ekkert sérstakan leik. En þeir Birnir Snær og Ægir Jarl áttu fínar innkomu, þó svo að mörkin hafi ekki komið. Þeir hleyptu þá smá lífi í leikinn og Ægir Jarl átti fínt skot undir lokin sem Derby varði vel.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk mjög illa í leiknum. Þeir fengu fín færi til að klára þennan leik en allt kom fyrir ekki. Þórður, Solberg og Ingimundur Níels þurfa að gera miklu betur í svona leik ætli Fjölnir sér að gera eitthvað í sumar og bæta sinn besta árangur í deildinni.Hvað gerist næst? Fjölnismenn mæta sterku liði Breiðabliks á heimavelli mánudagskvöldið 8. maí en Eyjamenn fara í Garðabæinn. Bæði lið þurfa að spila betur en í kvöld til að fá eitthvað úr þeim leikjum.Einkunnir leikmannaÍBV (4-3-3): Derby Carrilloberduo 7 - Jónas Tór Næs 6, Hafsteinn Briem -, Avni Pepa 7 (maður leiksins), Felix Örn Felixsson 6 - Andri Ólafsson 4 (62. Matt Garner 5), Sindri Snær Magnússon 5, Pablo Punyed 6 - Kaj Leó í Bartalsstovu 5, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 (72. Alvaro Montejo -), Arnór Gauti Ragnarsson 4 (86. Atli Arnarsson -).Fjölnir (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Sigurjón Már Markússon 5, Hans Viktor Guðmundsson 6, Ivica Dozlan 6, Mario Tadejevic 5 - Igor Taskovic 5 (46. Birnir Snær Ingason 6), Igor Jugovic 6, Gunnar Már Guðmundsson 5 (72. Ægir Jarl Jónasson -) - Ingimundur Níels Óskarsson 5 (72. Bojan Stefán Ljubicic -), Marcus Solberg 4, Þórir Guðjónsson 4.