Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas.
Ólafía spilaði frábærlega í gær þar sem hún lék á fjórum höggum undir pari og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía var í þokkalegri stöðu eftir fyrstu níu holurnar í dag þar sem hún fékk tvo skolla og var samtals á einu höggi yfir pari.
Hún fékk sinn fyrsta og eina fugl í dag á 10. holu en á þeirri elleftu fékk Ólafía tvöfaldan skolla.
Ólafía fékk þrjú pör á næstu þremur holum en á 15. holu fékk hún þrefaldan skolla. Á síðustu þremur holunum fékk hún svo tvö pör og einn tvöfaldan skolla og er því á átta höggum yfir pari.
Ólafía er sem stendur í 68.-72. sæti og kemst nær örugglega ekki í gegnum seinni niðurskurðinn.
Afleitur hringur Ólafíu

Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi.

Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi.