Þrettán ára vinir fengu far með forsetanum af því mömmu seinkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 11:56 Strákarnir fengu að sjálfsögðu mynd af sér með forsetanum. Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman. Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman.
Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53
Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00
Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20