Valur fær mikinn liðsstyrk í kvennakörfunni | Guðrún Gróa snýr aftur í boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 13:42 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir og Darri Freyr Atlason eru bæði komin í Val. Mynd/Valur Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir mun spila með Val í Domino´s deild kvenna næsta vetur en hún skrifaði í dag undir tveggja ára samning. Guðrún Gróa lék síðast í efstu deild tímabilið 2013 til 2104 en þá varð hún Íslandsmeistari með Snæfelli. Hún skoraði að meðaltali 10,4 stig í leik, tók 7,3 fráköst auk þess að eiga 2,6 stoðsendingar. Guðrún Gróa fór á kostum í úrslitakeppninni 2014 þegar Snæfellskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn þrátt fyrir að missa bandaríska leikmann sinn í meiðsli. Í úrslitakeppninni var hún með 13,5 stig, 8,9 fráköst og 2,5 stoðsendingar í leik. Í undanúrslitaeinvíginu á móti Val var hún með 21 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar og 35 framlagsstig í oddaleiknum. Guðrún Gróa var erlendis tímabilið 2014-2015 en lék síðan í 1. deildinni með KR tímabilið 2015-2016 þar sem hún lék einmitt undir stjórn Darra Freys Atlasonar sem tók nýverið við liði Vals. Hún skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik, tók 13,3 fráköst og átti 2,7 stoðsendingar. „Ég er virkilega ánægður með að fá tækifæri til þess að vinna aftur með Gróu,” segir Darri Freyr Atlason þjálfari Vals í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. „Gróa er frábær leikmaður og enn betri manneskja. Hún bindur saman liðsheildina með smitandi varnarleik, auðmýkt og fórnfýsi og verður mikill styrkur fyrir okkur innan vallar sem utan. Við hjá Val leggjum mikið upp úr því að gera rétta hluti en ekki síður því að gera hlutina rétt. Gróa er fullkomin viðbót við liðsheild sem vinnur eftir þeim skilaboðum,“ sagði Darri Freyr. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir mun spila með Val í Domino´s deild kvenna næsta vetur en hún skrifaði í dag undir tveggja ára samning. Guðrún Gróa lék síðast í efstu deild tímabilið 2013 til 2104 en þá varð hún Íslandsmeistari með Snæfelli. Hún skoraði að meðaltali 10,4 stig í leik, tók 7,3 fráköst auk þess að eiga 2,6 stoðsendingar. Guðrún Gróa fór á kostum í úrslitakeppninni 2014 þegar Snæfellskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn þrátt fyrir að missa bandaríska leikmann sinn í meiðsli. Í úrslitakeppninni var hún með 13,5 stig, 8,9 fráköst og 2,5 stoðsendingar í leik. Í undanúrslitaeinvíginu á móti Val var hún með 21 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar og 35 framlagsstig í oddaleiknum. Guðrún Gróa var erlendis tímabilið 2014-2015 en lék síðan í 1. deildinni með KR tímabilið 2015-2016 þar sem hún lék einmitt undir stjórn Darra Freys Atlasonar sem tók nýverið við liði Vals. Hún skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik, tók 13,3 fráköst og átti 2,7 stoðsendingar. „Ég er virkilega ánægður með að fá tækifæri til þess að vinna aftur með Gróu,” segir Darri Freyr Atlason þjálfari Vals í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. „Gróa er frábær leikmaður og enn betri manneskja. Hún bindur saman liðsheildina með smitandi varnarleik, auðmýkt og fórnfýsi og verður mikill styrkur fyrir okkur innan vallar sem utan. Við hjá Val leggjum mikið upp úr því að gera rétta hluti en ekki síður því að gera hlutina rétt. Gróa er fullkomin viðbót við liðsheild sem vinnur eftir þeim skilaboðum,“ sagði Darri Freyr.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira