Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 14:36 Oddný Harðardóttir býður Gunnari Smára og félögum að ganga til liðs við flokkinn. vísir/Anton Brink Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58