Stjórnvöld níðast á öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun