Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00