Vanmetin nýsköpun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar