Torres: Engin ástæða fyrir Griezmann að fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2017 06:00 Torres og Griezmann fagna marki þess síðarnefnda gegn Leicester í fyrradag. vísir/getty Fernando Torres hvetur Antoine Griezmann til að halda kyrru fyrir hjá Atlético Madrid. Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United á undanförnum mánuðum. Torres segir að Frakkinn eigi ekki að fara neitt því hann sé á besta mögulega staðnum til að ná markmiðum sínum. „Hvar getur hann haft það betra en hjá Atlético? Vonandi verður hann áfram hjá okkur,“ sagði Torres um liðsfélaga sinn. „Þú getur farið til margra félaga en þau geta ekki boðið það sama og Atlético núna; að berjast á toppnum í spænsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Það er engin ástæða til að fara.“ Torres var í svipaðri stöðu þegar hann ákvað að fara frá Liverpool til Chelsea í janúar 2011. „Talandi um Griezmann, þá var ég í þessari stöðu þegar ég vildi verða sá besti og fara til félags sem gæti hjálpað mér að ná þeim markmiðum,“ sagði Torres. „Staðan varð aðeins öðruvísi hjá mér þegar Rafa Benítez, Javier Mascherano og Xabi Alonso fóru allir og loforð eigendanna stóðust ekki. Ég hafði allt hjá Liverpool en svo seldu þeir bestu leikmennina og knattspyrnustjórinn fór. Við vorum ekki að búa til sigurlið. Það var raunveruleikinn. Staðan breyttist mikið á hálfu ári.“ Griezmann skoraði eina mark leiksins þegar Atlético bar sigurorð af Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrradag. Hann hefur alls skorað 24 mörk í vetur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21 Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34 Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Fernando Torres hvetur Antoine Griezmann til að halda kyrru fyrir hjá Atlético Madrid. Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United á undanförnum mánuðum. Torres segir að Frakkinn eigi ekki að fara neitt því hann sé á besta mögulega staðnum til að ná markmiðum sínum. „Hvar getur hann haft það betra en hjá Atlético? Vonandi verður hann áfram hjá okkur,“ sagði Torres um liðsfélaga sinn. „Þú getur farið til margra félaga en þau geta ekki boðið það sama og Atlético núna; að berjast á toppnum í spænsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Það er engin ástæða til að fara.“ Torres var í svipaðri stöðu þegar hann ákvað að fara frá Liverpool til Chelsea í janúar 2011. „Talandi um Griezmann, þá var ég í þessari stöðu þegar ég vildi verða sá besti og fara til félags sem gæti hjálpað mér að ná þeim markmiðum,“ sagði Torres. „Staðan varð aðeins öðruvísi hjá mér þegar Rafa Benítez, Javier Mascherano og Xabi Alonso fóru allir og loforð eigendanna stóðust ekki. Ég hafði allt hjá Liverpool en svo seldu þeir bestu leikmennina og knattspyrnustjórinn fór. Við vorum ekki að búa til sigurlið. Það var raunveruleikinn. Staðan breyttist mikið á hálfu ári.“ Griezmann skoraði eina mark leiksins þegar Atlético bar sigurorð af Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrradag. Hann hefur alls skorað 24 mörk í vetur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21 Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34 Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Griezmann bjargaði stiginu Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu. 8. apríl 2017 16:21
Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 12. apríl 2017 20:34
Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur. 7. apríl 2017 11:00