Fræg fyrirsæta gerir sitt til að hjálpa Hannover að komast upp í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 13:00 Mynd/Samsett/Getty Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira