Gott skíðafæri um allt land Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 12:37 Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Vísir/Daníel Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag og eru aðstæður sagðar mjög góðar. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í morgun og á Ísafirði mun sælgæti rigna af himnum ofan. Hin árlega skíðavika á Ísafirði stendur nú sem hæst. Hlynur Kristinsson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins á Ísafirði segir frábærar aðstæður á svæðinu. „Bjart úti og gott veður. Við erum búin að fá nóg af snjó þannig að það eru allar brekkur opnar og aðstæður flottar.”Og það verður nóg um að vera á svæðinu í dag?„Já það verður hent karamellum úr flugvél yfir svæðið, svo er furðufatadagur, grillaðar pylsur hérna á pallinum og bara, brjálað fjör,” segir Hlynur. Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir, verkstjóri í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir aðstæður mjög góðar. „Það hefur snjóað töluvert. Búið að vera aðeins snjómugga hérna en er að birta til aftur. Komið töluvert af fólki á svæðið,” segir Hólmfríður. Skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki er opið alla daga yfir páska frá 10 til fjögur og þar er Viggó Jónsson forstöðumaður. „Það eru bara fínar aðstæður. Það er mikill snjór, búið að snjóa síðustu þrjá sólarhringanna.”Hvernig er færið?„Færið er alveg bara mjög gott. Alveg nýfallinn snjór, þannig að þetta verður ekkert betra. Þetta er heimsbikar færi,” segir Viggó. Í Bláfjöllum er opið frá klukkan tíu til fimm. „Aðstæður eru bara frábærar. Hér er bara sól og heiðskírt. Frost og smá vindur. Það er aðeins að gusta á okkur núna, en færið er frábært,” segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag og eru aðstæður sagðar mjög góðar. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í morgun og á Ísafirði mun sælgæti rigna af himnum ofan. Hin árlega skíðavika á Ísafirði stendur nú sem hæst. Hlynur Kristinsson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins á Ísafirði segir frábærar aðstæður á svæðinu. „Bjart úti og gott veður. Við erum búin að fá nóg af snjó þannig að það eru allar brekkur opnar og aðstæður flottar.”Og það verður nóg um að vera á svæðinu í dag?„Já það verður hent karamellum úr flugvél yfir svæðið, svo er furðufatadagur, grillaðar pylsur hérna á pallinum og bara, brjálað fjör,” segir Hlynur. Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir, verkstjóri í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir aðstæður mjög góðar. „Það hefur snjóað töluvert. Búið að vera aðeins snjómugga hérna en er að birta til aftur. Komið töluvert af fólki á svæðið,” segir Hólmfríður. Skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki er opið alla daga yfir páska frá 10 til fjögur og þar er Viggó Jónsson forstöðumaður. „Það eru bara fínar aðstæður. Það er mikill snjór, búið að snjóa síðustu þrjá sólarhringanna.”Hvernig er færið?„Færið er alveg bara mjög gott. Alveg nýfallinn snjór, þannig að þetta verður ekkert betra. Þetta er heimsbikar færi,” segir Viggó. Í Bláfjöllum er opið frá klukkan tíu til fimm. „Aðstæður eru bara frábærar. Hér er bara sól og heiðskírt. Frost og smá vindur. Það er aðeins að gusta á okkur núna, en færið er frábært,” segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira