Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 12:44 Flugfélagið United Airlines hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan maður var dreginn með valdi út úr vél félagsins. Sporðdrekinn mun líklega ekki bæta ástandið. Vísir/AFP „Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið. Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
„Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið.
Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira