Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 15:00 Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. Vísir/Getty Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“ Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“
Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00