Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFP „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent