Pólitískur vilji til að breyta lögum um helgidagafrið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. apríl 2017 20:15 Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey. Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira