Erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 22:47 Stór ferðadagur er á morgun en best er að hafa veðurspána á hreinu áður en lagt er í hann. Vísir/Vilhelm „Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira