Slæm umgengni enn vandamál við Seljavallalaug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 22:00 Myndirnar frá Seljavallalaug sýna afar slæma umgengni um svæðið. Janeks Belajevs Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08