Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Haraldur Guðmundsson skrifar 19. apríl 2017 08:30 Verksmiðja United Silicon var gangsett í nóvember. Fréttablaðið/Vilhelm Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, nú fulltrúi Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfsmanni Alvotech, en þær settust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United SiliconSamkvæmt tilkynningu United Silicon til hlutafélagaskrár ríkisskattstjóra fór Magnús úr stjórninni þann 6.?apríl. Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), fór þangað inn á sama tíma og Sigrún og Inga Birna. Heimildir Markaðarins herma að Jakob sé fulltrúi lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni og að Arion banki, lánveitandi kísilversins, hafi gert kröfu um uppstokkun í stjórninni sem leiddi til þess að nýju stjórnarmennirnir þrír tóku þar sæti. Ekki náðist í Magnús Garðarsson við vinnslu fréttarinnar en hann var um tíma starfandi stjórnarmaður verkefnisins. Auðun Helgason er enn stjórnarformaður Geysis Green Capital sem á lóðina í Helguvík þar sem kísilverið er starfrækt. Doron Beeri Sanders er stjórnarformaður United Silicon. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið illa allt frá gangsetningu hennar í nóvember í fyrra og eins og komið hefur fram verið plagaður af mengunaróhöppum og í gær kom upp eldur í byggingunni. United Silicon Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, nú fulltrúi Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfsmanni Alvotech, en þær settust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United SiliconSamkvæmt tilkynningu United Silicon til hlutafélagaskrár ríkisskattstjóra fór Magnús úr stjórninni þann 6.?apríl. Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), fór þangað inn á sama tíma og Sigrún og Inga Birna. Heimildir Markaðarins herma að Jakob sé fulltrúi lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni og að Arion banki, lánveitandi kísilversins, hafi gert kröfu um uppstokkun í stjórninni sem leiddi til þess að nýju stjórnarmennirnir þrír tóku þar sæti. Ekki náðist í Magnús Garðarsson við vinnslu fréttarinnar en hann var um tíma starfandi stjórnarmaður verkefnisins. Auðun Helgason er enn stjórnarformaður Geysis Green Capital sem á lóðina í Helguvík þar sem kísilverið er starfrækt. Doron Beeri Sanders er stjórnarformaður United Silicon. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið illa allt frá gangsetningu hennar í nóvember í fyrra og eins og komið hefur fram verið plagaður af mengunaróhöppum og í gær kom upp eldur í byggingunni.
United Silicon Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira