Juventus hélt öðru sinni hreinu gegn Barcelona og komst áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 20:30 Messi var í strangri gæslu í kvöld. vísir/getty Juventus er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Nývangi í kvöld. Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli 3-0 og fór því örugglega áfram. Börsungar komu til baka gegn Paris Saint-Germain í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0. Slík endurkoma var aldrei í kortunum í kvöld. Juventus spilaði gríðarlega öflugan varnarleik í leiknum og gaf fá færi á sér. Barcelona átti 17 skot í leiknum en aðeins eitt á markið. Gianluigi Buffon átti því náðugan dag í marki Juventus. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Juventus kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.20:39: Leiknum á Stade Louis II er lokið. Monaco er komið í undanúrslit.20:35: Kuipers flautar til leiksloka á Nývangi. Juventus fer áfram í undanúrslit í annað sinn á síðustu þremur árum.20:28: MARK!!! Valère Germain kemur Monaco í 3-1 með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn á sem varamaður! Staðan 6-3 samanlagt.20:25: Juventus hefur fengið ótal möguleika í skyndisóknum sem hafa ekki nýst. Það kemur þó varla að sök.20:16: Mbappé í góðu færi en Bürki ver.20:13: Varamaðurinn Marcel Schmelzer með fast skot sem Subasic grípur.20:11: Sergi Roberto með skot framhjá. Hetjan úr seinni leiknum gegn PSG með fína tilraun en sem fyrr fara skotin ekki á markið.20:08: Buffon missir boltann frá sér hann en sem betur fer fyrir hann skýtur Messi yfir. Börsungum gengur bölvanlega að hitta á markið.20:04: SLÁIN! Miralem Pjanic með skot sem fer af Busquets og ofan á slána á marki Barcelona.19:58: Messi með hörkuskot sem smýgur framhjá stönginni. Barcelona fær horn.19:57: Mbappé með skalla sem Bürki ver í horn. Ávallt hættulegur þessi magnaði strákur.19:55: MARK!!! Reus minnkar muninn fyrir Dortmund í Mónakó! Enn er von.19:52: Leikurinn í Mónakó er farinn af stað á ný. Hvað gerir Dortmund?19:51: Juan Cuadrado í ágætis færi en skýtur framhjá.19:47: Leikurinn á Nývangi er hafinn á ný.19:36: Það er kominn hálfleikur í Mónakó. Dortmund þarf kraftaverk í seinni hálfleik til að komast áfram.19:32: Kuipers flautar til hálfleiks á Nývangi. Barcelona eru í sömu stöðu og í upphafi leiks og þurfa áfram þrjú mörk til að jafna og komast í framlengingu.19:30: Neymar var að fá gult spjald og er kominn í leikbann. Börsungar eru voðalega pirraðir á öllu og öllum.19:24: Higuaín með skot sem Ter Stegen ver. Nær hvorki krafti í skotið né að stýra því í hornið.19:20: Börsungar einoka boltann gegn Juventus en hafa ekki enn skapað sér opið færi. Gianluigi Buffon þurfti að verja skot frá Messi áðan en það var fyrsta skotið sem Barcelona nær á markið í leiknum.19:07: MARK!!! Falcao kastar sér fram og skallar boltann framhjá Bürki eftir fyrirgjöf frá Thomas Lemar! Þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt lið. Núna þarf Dortmund að skora fjögur mörk.19:05: Lionel Messi með skot rétt framhjá marki Juventus. Börsungar banka á dyr ítölsku meistaranna.19:04: STÖNGIN! Sahin með frábæra aukaspyrnu sem smellur í innanverðri stöng Monaco-marksins!19:03: Bernando Silva með skalla beint á Bürki í marki Dortmund.18:59: Frábær sókn hjá Dortmund sem endar með skot Reus beint á Danijel Subasic.18:58: Gonzalo Higuaín á skot yfir mark Barcelona.18:53: MARK!!! Kylian Mbappé heldur áfram að skora! Nú tekur hann frákastið eftir að Roman Bürki varði skot Mendys. Núna þarf Dortmund að skora þrjú mörk til að komast áfram.18:50: Leikurinn í Mónakó er hafinn!18:45: Björn Kuipers hefur flautað til leiks á Nývangi!18:10: Það má búast við mörkum í Mónakó en Monaco og Dortmund hafa skorað samtals 45 mörk í Meistaradeildinni í vetur.18:10: Leonardo Jardim, stjóri Monaco, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Tiemoué Bakayoko kemur inn fyrir Fabinho sem er í leikbanni og Benjamin Mendy tekur stöðu Andrea Raggi. Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Nuri Sahin, Marco Reus og Erik Durm koma inn fyrir Ousmané Dembélé, Marcel Schmelzer og Sven Bender.18:00: Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, gerir tvær breytingar frá 3-0 tapinu fyrir Juventus í fyrri leiknum. Sergio Busquets og Jordi Alba koma inn fyrir Jérémy Mathieu og Javier Mascherano. Max Allegri, stjóri Juventus, sér hins vegar enga ástæðu til að breyta byrjunarliðinu frá síðasta leik, og það skiljanlega.18:00: Góða kvöldið og velkomin til leiks í Meistaradeild Evrópu. Í kvöld mætast annars vegar Barcelona og Juventus og hins vegar Monaco og Borussia Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Juventus er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Nývangi í kvöld. Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli 3-0 og fór því örugglega áfram. Börsungar komu til baka gegn Paris Saint-Germain í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0. Slík endurkoma var aldrei í kortunum í kvöld. Juventus spilaði gríðarlega öflugan varnarleik í leiknum og gaf fá færi á sér. Barcelona átti 17 skot í leiknum en aðeins eitt á markið. Gianluigi Buffon átti því náðugan dag í marki Juventus. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Juventus kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.20:39: Leiknum á Stade Louis II er lokið. Monaco er komið í undanúrslit.20:35: Kuipers flautar til leiksloka á Nývangi. Juventus fer áfram í undanúrslit í annað sinn á síðustu þremur árum.20:28: MARK!!! Valère Germain kemur Monaco í 3-1 með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn á sem varamaður! Staðan 6-3 samanlagt.20:25: Juventus hefur fengið ótal möguleika í skyndisóknum sem hafa ekki nýst. Það kemur þó varla að sök.20:16: Mbappé í góðu færi en Bürki ver.20:13: Varamaðurinn Marcel Schmelzer með fast skot sem Subasic grípur.20:11: Sergi Roberto með skot framhjá. Hetjan úr seinni leiknum gegn PSG með fína tilraun en sem fyrr fara skotin ekki á markið.20:08: Buffon missir boltann frá sér hann en sem betur fer fyrir hann skýtur Messi yfir. Börsungum gengur bölvanlega að hitta á markið.20:04: SLÁIN! Miralem Pjanic með skot sem fer af Busquets og ofan á slána á marki Barcelona.19:58: Messi með hörkuskot sem smýgur framhjá stönginni. Barcelona fær horn.19:57: Mbappé með skalla sem Bürki ver í horn. Ávallt hættulegur þessi magnaði strákur.19:55: MARK!!! Reus minnkar muninn fyrir Dortmund í Mónakó! Enn er von.19:52: Leikurinn í Mónakó er farinn af stað á ný. Hvað gerir Dortmund?19:51: Juan Cuadrado í ágætis færi en skýtur framhjá.19:47: Leikurinn á Nývangi er hafinn á ný.19:36: Það er kominn hálfleikur í Mónakó. Dortmund þarf kraftaverk í seinni hálfleik til að komast áfram.19:32: Kuipers flautar til hálfleiks á Nývangi. Barcelona eru í sömu stöðu og í upphafi leiks og þurfa áfram þrjú mörk til að jafna og komast í framlengingu.19:30: Neymar var að fá gult spjald og er kominn í leikbann. Börsungar eru voðalega pirraðir á öllu og öllum.19:24: Higuaín með skot sem Ter Stegen ver. Nær hvorki krafti í skotið né að stýra því í hornið.19:20: Börsungar einoka boltann gegn Juventus en hafa ekki enn skapað sér opið færi. Gianluigi Buffon þurfti að verja skot frá Messi áðan en það var fyrsta skotið sem Barcelona nær á markið í leiknum.19:07: MARK!!! Falcao kastar sér fram og skallar boltann framhjá Bürki eftir fyrirgjöf frá Thomas Lemar! Þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt lið. Núna þarf Dortmund að skora fjögur mörk.19:05: Lionel Messi með skot rétt framhjá marki Juventus. Börsungar banka á dyr ítölsku meistaranna.19:04: STÖNGIN! Sahin með frábæra aukaspyrnu sem smellur í innanverðri stöng Monaco-marksins!19:03: Bernando Silva með skalla beint á Bürki í marki Dortmund.18:59: Frábær sókn hjá Dortmund sem endar með skot Reus beint á Danijel Subasic.18:58: Gonzalo Higuaín á skot yfir mark Barcelona.18:53: MARK!!! Kylian Mbappé heldur áfram að skora! Nú tekur hann frákastið eftir að Roman Bürki varði skot Mendys. Núna þarf Dortmund að skora þrjú mörk til að komast áfram.18:50: Leikurinn í Mónakó er hafinn!18:45: Björn Kuipers hefur flautað til leiks á Nývangi!18:10: Það má búast við mörkum í Mónakó en Monaco og Dortmund hafa skorað samtals 45 mörk í Meistaradeildinni í vetur.18:10: Leonardo Jardim, stjóri Monaco, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Tiemoué Bakayoko kemur inn fyrir Fabinho sem er í leikbanni og Benjamin Mendy tekur stöðu Andrea Raggi. Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Nuri Sahin, Marco Reus og Erik Durm koma inn fyrir Ousmané Dembélé, Marcel Schmelzer og Sven Bender.18:00: Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, gerir tvær breytingar frá 3-0 tapinu fyrir Juventus í fyrri leiknum. Sergio Busquets og Jordi Alba koma inn fyrir Jérémy Mathieu og Javier Mascherano. Max Allegri, stjóri Juventus, sér hins vegar enga ástæðu til að breyta byrjunarliðinu frá síðasta leik, og það skiljanlega.18:00: Góða kvöldið og velkomin til leiks í Meistaradeild Evrópu. Í kvöld mætast annars vegar Barcelona og Juventus og hins vegar Monaco og Borussia Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti