Áfram snúast hjólin í Bretlandi Stjórnarmaðurinn skrifar 2. apríl 2017 11:00 Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf