Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. apríl 2017 23:31 Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum." Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum."
Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45