Túristi gekk örna sinna fyrir utan heimili Þorkels: „SO?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 20:20 Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát. Þorkell Daníel Eiríksson Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira