Icelandair ekki gert að greiða týndan iPhone Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2017 10:14 Stúlkan gleymdi símanum sínum í sætisvasa en mátti ekki fara aftur um borð til þess að sækja hann. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur. Skömmu eftir lendingu uppgötvaði stúlkan að hún hafði gleymt símanum í sætisvasa þegar hún fór frá borði. Henni var hins vegar ekki heimilað að fara aftur um borð til að leita að símanum en var þess í stað bent á upplýsingaborð. Síminn fannst aldrei og kvartaði faðir stúlkunnar til Samgöngustofu og krafðist skaðabóta frá Icelandair. Að sögn kvartanda fékk stúlkan engar upplýsingar eða svör eftir að hún tilkynnti um tap símans. Ekki heimilt að hleypa farþega aftur um borðIcelandair hafnaði skaðabótakröfunni á þeim grundvelli að af öryggisástæðum væri ekki heimilt að hleypa farþegum aftur um borð eftir að þeir hafa farið frá borði. Þá sé einnig tekið fram í flutningsskilmálum Icelandair að flugfélagið sé ekki ábyrgt fyrir handfarangri, nema farangurinn týnist vegna vanrækslu flugrekanda. Það hafi hins vegar ekki verið tilfellið að þessu sinni þar sem farþeginn hafi týnt símanum sjálf, tjónið megi því eingöngu rekja til eigin sakar farþegans.Í ákvörðun Samgöngustofu segir að ekkert liggi fyrir um að höfnun flugliða Icelandair á því að hleypa stúlkunni aftur um borð hafi orsakað tjón hennar. Kröfunni var því hafnað. Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur. Skömmu eftir lendingu uppgötvaði stúlkan að hún hafði gleymt símanum í sætisvasa þegar hún fór frá borði. Henni var hins vegar ekki heimilað að fara aftur um borð til að leita að símanum en var þess í stað bent á upplýsingaborð. Síminn fannst aldrei og kvartaði faðir stúlkunnar til Samgöngustofu og krafðist skaðabóta frá Icelandair. Að sögn kvartanda fékk stúlkan engar upplýsingar eða svör eftir að hún tilkynnti um tap símans. Ekki heimilt að hleypa farþega aftur um borðIcelandair hafnaði skaðabótakröfunni á þeim grundvelli að af öryggisástæðum væri ekki heimilt að hleypa farþegum aftur um borð eftir að þeir hafa farið frá borði. Þá sé einnig tekið fram í flutningsskilmálum Icelandair að flugfélagið sé ekki ábyrgt fyrir handfarangri, nema farangurinn týnist vegna vanrækslu flugrekanda. Það hafi hins vegar ekki verið tilfellið að þessu sinni þar sem farþeginn hafi týnt símanum sjálf, tjónið megi því eingöngu rekja til eigin sakar farþegans.Í ákvörðun Samgöngustofu segir að ekkert liggi fyrir um að höfnun flugliða Icelandair á því að hleypa stúlkunni aftur um borð hafi orsakað tjón hennar. Kröfunni var því hafnað.
Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira