Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 10:30 Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003. Vísir/Vilhelm „Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
„Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00