Sif Atla: Shooter er heitasti sjónvarpsþátturinn hjá íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 13:00 Sif Atladóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira