Íslandsbanki dæmdur til að greiða slökkviliðinu 167 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 6. apríl 2017 16:06 Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður í héraði vegna málsins. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Íslandsbanka til að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 167 milljónir króna. Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins sem varðaði lánssamninga. Slökkviliðið og Íslandsbanki, sem þá héti Glitnir, gerðu með sér þrjá lánssamninga á árunum 2001 til 2005. Slökkviliðið höfðaði mál gegn Íslandsbanka og hafði annars vegar uppi fjárkröfu vegna tveggja lánssamninga sem gerðir höfðu verið upp með nýjum lánssamningi við Íslandsbanka árið 2011 og hins vegar krafðist slökkviliðið viðurkenningar á rétti sínum til að skuldajafna kröfu á hendur Glitni hf. við lánssamningi milli slökkviliðsins og Íslandsbanka vegna þriðja lánssamningsins sem hann hafði gert upp við Glitni árið 2008. Taldi slökkviliðið að hinir upprunalegu lánssamningar hefði verið í íslenskum krónum og bundnir við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt slökkviliðið hafi getað tekið lánin út í áföngum hefði ekki verið tiltekið í lánssamningunum að hver lánshluti yrði sjálfstætt lán né vísað til þess að um rammasamning eða lánalínu væri að ræða. Var því talið að líta bæri á hvern lánssamning sem sjálfstæða lánsskuldbindinga. Þá var talið m.a. með vísan til þess að báðir aðilar hefðu uppfyllt meginskyldur sínar samkvæmt samningunum með greiðslum í íslenskum krónum að lánssamningarnir hefðu verið bundnir ólögmætri gengistryggingu. Enn fremur var deilt um hvort Íslandsbanki gæti á grundvelli endurútreiknings lánanna gert kröfu um aðra og hærri vexti en gert hefði verið ráð fyrir á grundvelli samningana. Var talið með vísan til heildarmats á öllum aðstæðum stæði það Íslandsbanka nær að bera þann vaxtamun sem hefði hlotist af hinni ólögmætu gengistryggingu. Þá var viðurkenndur fyrrgreindur skuldajöfnunarréttur slökkviliðsins með vísan til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 14. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis. Íslandsbanki var dæmdur til að greiða slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Íslandsbanka til að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 167 milljónir króna. Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins sem varðaði lánssamninga. Slökkviliðið og Íslandsbanki, sem þá héti Glitnir, gerðu með sér þrjá lánssamninga á árunum 2001 til 2005. Slökkviliðið höfðaði mál gegn Íslandsbanka og hafði annars vegar uppi fjárkröfu vegna tveggja lánssamninga sem gerðir höfðu verið upp með nýjum lánssamningi við Íslandsbanka árið 2011 og hins vegar krafðist slökkviliðið viðurkenningar á rétti sínum til að skuldajafna kröfu á hendur Glitni hf. við lánssamningi milli slökkviliðsins og Íslandsbanka vegna þriðja lánssamningsins sem hann hafði gert upp við Glitni árið 2008. Taldi slökkviliðið að hinir upprunalegu lánssamningar hefði verið í íslenskum krónum og bundnir við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt slökkviliðið hafi getað tekið lánin út í áföngum hefði ekki verið tiltekið í lánssamningunum að hver lánshluti yrði sjálfstætt lán né vísað til þess að um rammasamning eða lánalínu væri að ræða. Var því talið að líta bæri á hvern lánssamning sem sjálfstæða lánsskuldbindinga. Þá var talið m.a. með vísan til þess að báðir aðilar hefðu uppfyllt meginskyldur sínar samkvæmt samningunum með greiðslum í íslenskum krónum að lánssamningarnir hefðu verið bundnir ólögmætri gengistryggingu. Enn fremur var deilt um hvort Íslandsbanki gæti á grundvelli endurútreiknings lánanna gert kröfu um aðra og hærri vexti en gert hefði verið ráð fyrir á grundvelli samningana. Var talið með vísan til heildarmats á öllum aðstæðum stæði það Íslandsbanka nær að bera þann vaxtamun sem hefði hlotist af hinni ólögmætu gengistryggingu. Þá var viðurkenndur fyrrgreindur skuldajöfnunarréttur slökkviliðsins með vísan til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 14. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis. Íslandsbanki var dæmdur til að greiða slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira