Skotsilfur Markaðarins: Bitlingum útbýtt hjá Isavia og óvissa hjá NSA Ristjórn skrifar 7. apríl 2017 15:39 Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn. Skotsilfur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn.
Skotsilfur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira