Segir að fjöldi ferðamanna muni að óbreyttu þrefaldast fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 13:02 Óskar Jósefsson er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/anton Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira