Erlent

Eignaðist barn í 42 þúsund feta hæð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áhafnarmeðlimir um borð í flugvélinni með nýjasta farþeganum.
Áhafnarmeðlimir um borð í flugvélinni með nýjasta farþeganum. Turkish Airlines
Áhöfn á vegum tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines, aðstoðaði konu um borð, sem komin var 28 vikur á leið, við að fæðingu barns hennar, í 42 þúsund feta hæð. BBC greinir frá.

Farþegar flugvélarinnar, sem var á leið frá Guíneu, í vesturhluta Afríku, til Istanbúl í Tyrklandi, aðstoðuðu einnig við fæðinguna og eignaðist konan heilbrigt stúlkubarn, þegar skammt var liðið á flugið.

Flugstjóri vélarinnar ákvað að lenda flugvélinni í nærliggjandi ríki, Burkina Faso, þar sem farið var með mæðgurnar rakleiðis á nærliggjandi spítala.

Samkvæmt fregnum heilsast bæði móðurinni og barninu vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×