Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2017 09:00 Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rannsóknarnefnd Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira