Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 06:00 Freyr Alexendersson og kvennalandsliðið. Vísir/Getty Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn